Vinahittingar og fleira
Daman - 22. August 2023
Við erum loksins komin með Wifi inn í íbúð þannig við erum hætt að þurfa að hotspotta allt og eyða fáranlega miklu neti. Við erum líka komin með dönsk símanúmer en við fengum okkur e-simkort þannig við erum enn með íslensku númerin okkar líka svo við getum haldið rafrænum skilríkjum og svona.
Daníel byrjaði að vinna aftur í síðustu viku en hann var í fríi rúmlega fyrstu vikuna sem við vorum hér. Hann er svo að byrja í skólanum 28.ágúst og verður þá í fríi frá vinnunni í 2 vikur á meðan hann er að komast á ról í skólanum en annars verður hann í 50% vinnu með náminu. Ég er ekki búin að skoða neitt hvað mig langar til að gera en eins og er ég að hallast að því að skoða dönskunámskeið þar sem mig langar að verða geðveikt góð í dönsku en er ekkert að umgangast Dani þannig það er ekki að gerast á næstunni.
Viku eftir að við fluttum út fluttu Elísabet og Andrea (vinkonur okkar sem eru að leigja saman íbúð) til Århus en þær eru í 30 mín göngufjarlægð frá okkur. Við fórum til þeirra daginn sem þær fengu íbúðina afhenda með von um að við gætum hjálpað þeim að bora upp gardínurnar þeirra þar sem þær eru á neðstu hæð. Daníel á borvél sem er með höggi í sem er búin að hengja allt upp sem við hengdum upp á Íslandi en hún átti ekki séns í þessa djöflasteypu eða hvað þetta er í veggjunum hjá þeim. Þegar við vorum búin að fullreyna þetta urðum við að játa okkur sigruð og við gátum ekki stoppað lengi þar sem við vorum búin að plana að fara úr að borða og taka deit night. Stelpurnar redduðu sér með að setja pappa utan af húsgögnum fyrir gluggana en frændi Andreu sem býr í Dk kom daginn eftir og reddaði þeim.
Deit nightið okkar var sjúklega næs en við fórum á steikarstað sem heitir flókna nafninu KØD en hann var very nice þannig mælum með honum ef þið komið hingað og viljað fara á svona aðeins fínni góðan stað! Einnig mælum við með kokteilabarnum Gedulgt sem er svona speakeasy þar sem að inngangurinn er falinn og ómerktur. Við enduðum svo kvöldið á LA tequila bar þar sem við fengum smá svona okei við erum orðin semi gömul þar sem líklega voru flestir ef ekki allir undir 20 ára. Það var samt gaman og Daníel stal öndinni sem var í fötunni (já fötunni) sem var drykkurinn hans.
Á laugardagskvöldinu komu Palli (sem býr í Kaupmannahöfn) og Elísabet til okkar í ís og drykki þar sem við erum ekki enn komin með stóla til að geta boðið fólki í mat. Við erum líka enn að læra að elda í svona litlu eldhúsi og að nota airfryerinn þannig þar er smá erfitt að ætla elda fyrir einhverja aðra en bara okkur eins og er.
Ég fór einn daginn og kíkti loksins til Írenu og Sofie en þær eru í ca. korters göngufjarlægð frá okkur. Sofie er dönsk og flutti Írena hingað á meðan Sofie klárar síðasta árið sitt í háskólanum. Þær búa í töluvert stærri íbúð en við og sem dæmi eiga þær 11 stóla en við 2... Svo ég samdi við þær að öll matarboð yrðu haldin hjá þeim, sama hver myndi elda. Ég og Írena fórum svo niður í bæ að fá okkur að borða og hittum svo Elísabetu og Andreu og versluðum aðeins.
Elísabet og Andrea buðu svo okkur Daníel í pizzakvöld og drykki um helgina og þær eru eins og við bara með 2 stóla en þær redduðu sér með því að nota sófann sem sæti. Eftir helgina fór ég með þeim 2 á ströndina sem er í svona hálftíma göngufjarlægð frá þeim. Það var hlýtt en sólin var svona frekar treg og kom og fór eftir hentisemi
Annars er bara lífið good, Daníel að vinna og ég að dunda mér á daginn. Tengdamamma er komin til Dk og kemur til Árósa 24.ágúst og fær hún heiðurinn að vera fyrsti gesturinn til okkar (sem býr ekki líka í Árósum) og erum við mjög spennt!