September - DMG ammó

Daman - 31. October 2024

Jæjaa, september er mánuður sem maður tengir vanalega við haust og að það sé byrjað að kólna en það átti svo sannarlega ekki við um hérna úti. Við vorum meira að segja að upplifa það að vera kafna úr hita sérstaklega hérna inni alveg fram í miðjan september.

Í byrjun september keyptum við flug til Íslands um jólin. Þar sem að það munaði bara 8 þúsund ísl krónum á venjulegum farmiðum og á Saga (samtals fyrir okkur bæði fram og til baka!!) ákváðum við væntanlega að kaupa þá. Svo endaði þetta samt í veseni þar sem að þegar ég var búin að fara í gegnum allt ferlið og var búin að setja inn kortið mitt og allt að þá crashaði kerfið. Þegar ég ætlaði að byrja aftur frá grunni var eins og sætin okkar sem ég hafði valið væru frátekin en það er líklega sökum fyrri bókunar hjá mér. Þá hugsa ég bara jæja ég bíð í svona 20 mínútur og reyni svo aftur. Þegar ég reyni aftur er verðið búið að hækka fáranlega mikið og ég var ekki sátt þannig ég fór á netspjallið og við tók langt spjall við mjög næs gellu sem náði að finna upphaflegu bókunina okkar svo að þetta reddaðist allt saman. Við erum því að koma til Íslands aðfaranótt 21.des og förum aftur til baka 3.janúar.

Við fórum niður í bæ eina helgina og tókst að gera það fáranlega ódýrt! En í heildina fengum við 12 drykki fyrir 11.200 islenskar og enginn af þeim var bjór. En við s.s. byrjuðum á mjög fínum kokteilastað sem við höfum farið á oft áður Force Majeure en þar var eiginlega dýrasti parturinn því að næst forum við á stað sem var með 2f1 á kokteilum þannig við fengum 4 kokteila fyrir 4000 ísl og að lokum enduðum við á næturklúbbi sem redbull var að sponsa þannig við fengum 2 vodka redbull fría, 2 fría kokteila og svo fékk Daníel 1 kokteil á 900kr þannig þetta var eins ódýr bæjarferð (þar sem verið er að drekka) og hægt er held ég.

Ég er núna komin með semi vinnu eða ég get tekið aukavaktir á Skor þegar þær bjóðast en ég vann 3x í September. Mér finnst actually mjög gaman að vinna þar en það var smá erfitt að fara úr því að hafa ekki unnið í rúmt ár yfir í að fyrsta vaktin var 11 tímar og fáranlega mikið að gera. En tíminn leið mjög hratt og það er svo skemmtilegt folk að vinna þarna að manni líður ekki beint eins og maður sé að vinna.

Daníel okkar allra besti maður átti svo afmæli 18.septemer! 26 ára takk fyrir pent. Ég hafði daginn áður farið til Írenu og Sofie til að baka sjónvarpsköku og því byrjaði ég afmælisdaginn hans á því að hlaupa í búðina til að kaupa í brunch og svo hljóp ég til þeirra til að sækja kökuna á meðan Daníel svaf. Ég held allavega að hann hafi verið sáttur með morguninn! Við fögnuðum svo almennilega helgina eftir þar sem við gerðum okkur til og forum út að borða á 7-9-13 staðnum en við höfum farið 2x á hann áður. Við fórum í 10 rétta með vínpörun og það var allt saman fáranlega gott.

Við seldum playstation tölvuna okkar sem var á Íslandi svo við myndum ekki þurfa að flytja hana hingað út og keyptum okkur nýja hér. Eins og Daníel segir þá erum við líklega fyrsta fólkið til að hagnast af símafyrirtækjatilboði en bæði fengum við tölvuna á fáranlega góðu verði en við náðum líka að lækka símreikninginn okkar í leiðinni!

Ég fór svo með Írenu og Sofie á It ends with us í bíó sem var mest næs bíósalur sem ég hef farið í. Sætin voru hægindastólar þar sem bæði var hægt að stjórna fótskemlinum og höfuðpúðanum! Mesti skandallinn er samt að út af framkvæmdum var svo mikið kaos frammi að við nenntum ekki að reyna að kaupa popp og ég er enn frekar sár að hafa ekki fengið bíópopp en ég er að reyna jafna mig…

Eitt sem var ógeðslega pirrandi var að ég var ekki búin að búa til skattkort þannig að þegar ég fékk útborgað var tekinn af mér 55% skattur þannig ég fékk ansi lítið útborgað haha en það verður leiðrétt og ég fæ mismuninn á næsta ári.

Annars bara allt gott að frétta, var alveg dugleg að hlaupa í september og Daníel duglegur að vana bæði að læra og vinna.

Takk og bless

image-september-dmg-ammo
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49