Október - Ísland o.fl.

Daman - 1. November 2024

Október byrjaði á því að Daníel sýndi hvað hann er geðveikt þrjóskur (og duglegur). En hann fór út og hljóp 10km án þess að stoppa eftir að hafa hlaupið síðast fyrir nokkrum árum!! Það sem er mest pirrandi (og aðdáunarvert) er að hann var á bara mjöög fínum tíma! Hann hefur líka ekki hlaupið síðan en hann vildi bara sanna að hann gæti þetta sem hann gat svo sannarlega!

Ég prófaði mína fyrstu strandblaksæfingu en það er inni í svona uppblásnu dæmi svona eins og fauk í Hveragerði. Aðstaðan er mjög flott og þetta er byrjendahópur og mest um international fólk í þessu. Ég hef mætt á nokkrar æfingar síðan og er búin að skrá mig. Æfingatíminn er reyndar smá pirrandi þar sem fyrri æfingin er á föstudögum kl 15:30-17:00 og seinni æfingin á sunnudögum kl 9:30-11:00.

Fyrri partur okt fór annars mikið í bras og pælingar hjá Dmg þar sem að hann og systkini sín voru að búa til hluta af afmælisgjöf fyrir pabba sinn sem varð fimmtugur 15.okt. Dmg er nefnilega með svo góða aðstöðu í skólanum til að skera allskonar út svo að þau ákváðu að nýta það til að búa til led skilti handa honum. Til þess að kaupa akrýlplötuna sem þau notuðu í skiltið þurftum við að fara í smá ferðalag. Við ætluðum að ganga alla leið en göngustígurinn hætti skyndilega þannig við gengum 5 km og tókum svo strætó í 4 mínútur (þar sem ég borgaði óvart fyrir 3) en við komumst á leiðarenda. Á leiðinni til baka tókum við green mobility bíl og þá keypti Dmg óvart auka tryggingu þannig við vorum bæði mjög góð í að gera þessa ferð óvart of dýra haha. En plöturnar komust heim.

Með fylgja myndir af Daníel vera að prófa sig áfram með plöturnar og led ljósin og svo seinna í myndunum er myndasería af strákunum vera að máta plötuna ofan í tréstatíf sem þeir bjuggu til en þá getiði séð metnaðinn sem fór í þetta.

Við skelltum okkur svo í vikuferð til Íslands þar sem að vika 42 er alltaf frívika í öllum skólum í Danmörku og fyrst tengdapabbi átti afmæli í þeirri viku passaði þetta fullkomlega. Við vorum því á íslandi 11.-18.okt. Við fórum strax 12.okt á Botn í eina nótt til að strákarnir gætu klárað að græja fyrir skiltið og svo líka bara til að chilla því þetta er einn mesti kósýstaður í heimi. Það var samt svo ógeeeeðslega kalt, við komandi úr veðri sem er búið að vera 10-15 gráður alla daga þar sem maður þarf í mesta lagi að vera í jakka, yfir í veður þar sem við vorum að frjósa í úlpu.

Við fórum svo í mat hjá mömmu og Sigga og við fengum loksins að smakka pizzurnar sem eru gerðar í pizzaofninum en ég var búin að bíða lengi eftir að fá að smakka þær. Við fórum líka í mánudagsmat hjá pabba og Guðrúnu með pabbafjöllu eins og áður en við fluttum og líka í miðvikudagsmat með tengdamömmu og co en þá fórum við á Olifa pizzastaðinn.

Það sem kom skemmtilega á óvart hjá mér var að ég mætti upp í Álftanesskóla í heimsókn á mánudeginum um 10 leytið og um 11 var ég byrjuð að vinna! Sem var fáranlega gaman og ég vann mán-fim. Ég fór líka á eina 4.fl æfingu hjá Stjörnunni og endaði sem þriðji þjálfari á þeirri æfingu haha. Þannig ég endaði á að vera vinna meiri hluta ferðarinnar og fannst það ógeðslega gaman. En ég held líka að það hafi verið svo gaman því þetta var svo stuttur tími og ég var ekki með neitt af erfiðu verkefnunum sem fylgja því að kenna þ.e. skipulag tímanna, foreldrasamskipti, fundir og fleira. Ég bara mætti að kenna það sem mér var sagt að kenna og fór svo heim haha.

Á afmælisdag tengdapabba fórum við út að borða á Tapas barinn ásamt fjölskyldunni ss systkinum tengdapabba, börnunum þeirra og svo foreldrum hans þannig við vorum alveg 17. Við fórum í óvissuferðina og hún var sjúklega góð eins og hún er nú bara alltaf. Ég var orðin svo södd undir lokin að ég gat ekki einu sinni tekið einn bita af nautakjötinu sem var síðasti og svona semi aðalrétturinn. En þá græddi Kjartan bara auka mat. Eftir matinn fórum við öll heim til tengdapabba þar sem hann opnaði gjafir og við reyndum að borða kökuna sem við höfðum gefið honum fyrr um daginn en það voru allir sprungnir. Svo þar sem þetta var þriðjudagur gat fólk ekki stoppað of lengi en allt í allt var þetta frábært kvöld a.m.k. að okkar mati.

Við fórum að sjálfsögðu í heimsókn upp á Kjalarnes að heimsækja Daníel Logann okkar (og ofc Stebba og Dísu líka). Hann er svo mikiiiiiið krútt og orðinn svo stór! Mig langaði án gríns að stela honum en það var ekki vel tekið í það af einhverri ástæðu. Við fengum líka íslenskan bakarísmat sem er eitthvað það besta sem ég fæ þannig ég var mjöög glöð með þessa heimsókn. Ég liggur við tel niður dagana fram í desember þegar við fáum að hitta Daníel Loga aftur en við erum viss um að hann verður nánast farinn að ganga þegar að því kemur.

Við komum aftur til Dk á föstudegi og strax á laugardeginum fór ég til Köben með lestinni þar sem Elísabet var að halda upp á afmælið sitt. Það var algjör tilviljun að Írena og Sofie voru í Köben á sama tíma líka og Írena kom í afmælið og svo hittum við þær báðar á sunnudeginum í bænum. Ég gisti 2 nætur hjá Elísabetu og svo 1 nótt á hótelinu sem María var að gista á en hún var akkúrat í Köben á sama tíma vegna ráðsefnu. Við 3 fórum því út að borða á afmælisdaginn hennar Elísabetar sem var á mánudeginum. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.

Ég fór svo loksins í viðtal fyrir dönskuskólann en ég hafði bókað það 24.september og fyrsti lausi tíminn var 24.október! En það gekk mjög vel og ég mun byrja í skólanum 6.nóvember og er á morgnana mánudaga og miðvikudaga.

Loksins fékk ég svo að vinna með Írenu og Sofie á Skor! Þá er án gríns varla eins og maður sé að vinna.

Október var mjög skemmtilegur mánuður og ég a.m.k. er tilbúin í besta mánuð ársins, afmælismánuðinn minn! Og svo er ég reyndar líka mjög spennt fyrir desember þannig já mikil spenna mikið gaman framundan.

Takk og bless.

image-oktober-island-o-fl
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104