Nóvember og fyrripartur des

Daman - 9. December 2023

Jæjaaa vika í Ísland!! Eða við fljúgum til Íslands eftir viku en við erum ekki að lenda fyrr en eftir miðnætti þannig fyrsti dagurinn okkar á Íslandi verður sunnudagurinn 17.des.

3.nóvember féll snjórinn, as in það byrjaði að selja jólabjórinn. Ég var vel spennt fyrir því þar sem það er gert mikið úr því á Íslandi og því hélt ég að það væri enn meira hér. Neinei ég varð heldur betur fyrir vonbrigðum. Það var búið að gefa út lista af stöðum þar sem jólasveinar myndu koma inn á staði og gefa húfur og bjóra. Fyrstu staðirnir sem við kíktum á voru alveg pakkaðir af fólki þannig við enduðum á að fara á LA tequila bar (þar sem við Daníel fórum einu sinni á og hann drakk úr fötu með gúmmíönd). Meðalaldurinn var enn lægri en vanalega og ég, Daníel og Elísabet höfum hækkað hann upp í svona 16,3 ár. Þar þurftum við að kaupa húfurnar?? Þótt þessi staður hefði verið á áðurnefndum lista og svo var bara ekki verið að gefa bjór heldur. Við vorum því ekki lengi þar inni og fórum á labbið og við enduðum á að finna Írenu og samstarfsfélaga hennar og joinuðum þau. Þau sögðu okkur frá því að þau hefðu setið úti og það hefðu jólasveinar komið hlaupandi inn á staðinn og verið að kasta húfum til fólks!! En úr varð mjög skemmtilegt kvöld og gaman af þessu þrátt fyrir að það var ekki gert jafn mikið úr þessu eins og á Íslandi.

9.nóvember átti ég svo afmæli! Orðin hvorki meira en 25 ára😅 Daníel sagði mér að bíða inni í herbergi með hljóðeinangrandi heyrnatól á meðan hann græjaði frammi. Og heldur betur græjaði hann! Hann skreytti stofuna m.a. með helíumblöðrum en hann s.s. keypti helíumtank (sem hann er ekki enn búinn að finna pláss fyrir...). Hann var líka búinn að fara í bakari og keypti svona helminginn af því. Krúttlegast fannst mér að hann bjó til bleikan glassúr og setti á snúð sem hann keypti því það er það sem ég óska mér alltaf úr bakaríum á Íslandi. Svo biðu mín auðvitað pakkar og blóm líka og þetta var bara með flottari afmælismorgnum sem ég hef átt. Hann kom líka inn í herbergi með köku með stjörnuljósum sem voru reyndar mjög nálægt því að kveikja í öllu og herbergið lyktaði eins og áramótin restina af deginum en þetta var mjög skemmtilegt og krúttlegt. Elísabet og Andrea komu svo með gjafir og köku sem Andrea bakaði. Við fórum þrjár saman í mollið og svo voru þær hjá okkur fram yfir mat en ég valdi kjúklingaréttinn hans Daníels í afmælismat. Yfir heildina litið frábær afmælisdagur þrátt fyrir að það væri skrítið að eyða honum ekki á Ísandi með fjölskyldu eða í vinnu með krökkunum mínum eins og undanfarin ár.

Foreldrar Elísabetar áttu að koma yfir afmælishelgina hennar, kringum 21.okt, en flugið þeirra féll niður út af veðri. Þau komu í staðinn um miðjan nóvember og ég fór í mat Elísabetar og Andreu eitt kvöldið þegar foreldrar hennar voru líka. Elísabet eldaði sama kjúklingarétt og Daníel gerði fyrir mig á afmælinu mínu en þetta er bara SVO góður réttur.

Ég, Elísabet og Andrea fórum í bíó á The Ballad of Songbirds and Snakes í hádeginu eins og 3 atvinnulausar manneskjur gera. Það voru alveg 3 aðrir eða eitthvað í bíóinu þannig þetta var mjög næs.

Einn daginn hittumst við heima hjá Elísabetu og Andreu ásamt Írenu til að baka smákökur. Við gerðum lakkrístoppa og við vorum helvíti lengi að því þar sem við vorum bara með handþeytara. Þér féllu líka svolítið mikið hjá okkur en þeir brögðuðust vel! Svo gerðum við smákökur með smartís og súkkulaði en mamma kom með allskyns súkkulaði til að baka úr.

Ég, Elísabet og Andrea fórum í 1 nótt til Köben. Við tókum lestina þangað 30.nóv og við gistum á hosteli sem var með svona lokuðum kojum en við pöntuðum sem betur fer einkaherbergi því það var semi opið inn á baðherbergið. Þetta var virkilega skemmtileg ferð en við vorum duglegar að fara út að borða, kíkja í búðir og skoða jólaskreytingar. 1.des borguðum við svo okkur bara inn í Tivolíið til þess að skoða en það er SVO fallegt í kringum jólin. Mig langaði svo í fallturninn en mér fannst það aðeins of dýrt og ég var hrædd um að verða eitthvað tæp í maganum því við áttum lestina bara aðeins seinna. Í lestinni horfði ég svo á Stjarnan- Álftanes í körfubolta og það var virkilega erfitt að reyna sitja róleg því leikurinn fór í framlengingu og var aðeins of spennandi. Álftanes vann þennan grannaslag og ég var því mjög happy restina af ferðinni.

Við stelpurnar ákváðum svo að skella okkur í dagsferð til Viborgar á kvennalandsleikinn í fótbolta Danmörk-Ísland. Ísland vann 1-0 og það var mjög skrítið að vera á landsleik í öðru landi en engin okkar hafði prófað það áður.

Ég hef ekki skrifað mikið um hvað Daníel er búinn að vera gera því hann er bara búinn að vera læra og vinna fáranlega mikið. Hann er svo innilega duglegur og samviskusamur að það eru ekki margar mínútur af deginum hjá honum til að gera annað en að læra eða vinna. Þetta skilar sér samt vonandi að hann sé búinn að vera svona duglegur núna fram að Íslandsferð og að hann nái að hvíla sig aðeins og chilla þar. Prófin hans eru svo í janúar þannig við verðum í Danmörku um áramótin.

Lífið er annars bara sjúklega næs og allt gott að frétta hér. Reyndar er mjög leiðinlegt að Andrea er að flytja til Íslands. Ég er að byrja að pakka fyrir Ísland og svona, amk gera lista því við ætlum helst ekki að gleyma neinum gjöfum.

Þar til næst.

Takk og bless ❤️

image-november-og-fyrripartur-des
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104image-105image-106image-107image-108image-109image-110image-111