Nóvember - Mitt ammó o.fl.

Daman - 1. December 2024

Nóvember var fáránlega næs! Auðvitað finnst mér það basically alltaf þar sem það er afmælismánuðurinn minn!

En 1.nóv féll snjórinn þ.e. sala á jólabjórnum hófst. Í fyrra fórum við niður í bæ og það var mjög fun en núna heyrðum við frá Írenu að það var svo ógeðslega mikið af fólki í bænum við við ákváðum að skála bara heima.

6.nóv byrjaði ég svo loksins í dönsku skólanum. So far er ég bara mjög ánægð með þetta, það tekur mig alveg góðar 45 mín að labba í skólann þar sem þetta er meira en 3,5 km ganga en mér finnst þetta bara fínasta hreyfing. Ég er mánudags og miðvikudagsmorgna og í alveg 3 tíma og korter (8:30-11:45). Svo er alltaf heimavinna líka og mér finnst þetta smá vera svona að því meira sem ég læri að því meira veit ég hvað ég kann lítið. En þetta er góð æfing í því að vera tala við fólk sem kann málið líka bara takmarkað og að vera með næs kennara þannig maður þorir að tala.

8.nóvember gekk ég með kökudeig í skál heim til Írenu og Sofie til að baka afmælisköku og möffins fyrir mig. Svo gekk ég með tilbúna köku heim aftur. Um kvöldið mætti ég samt með muffins á Skor að vinna þar sem að ég var að vinna til 1 um nóttina sem þýddi að afmælisdagurinn minn (9.nóv) byrjaði í vinnunni og ég vildi gefa þeim muffins. Við ætluðum líka að taka skot á slaginu 00:00 en þá var akkúrat crazy að gera svo við gerðum það bara 00:15.

Afmælis Morguninn var svo mjög kósý og næs en Daníel hafði farið í búð og keypt geggjað brauð, álegg og gulrótarköku sem var actually góð! Hann hafði gefið mér afmælisgjöfina mína fyrr um árið en hann gaf mér smá gjöf sem er búin að nýtast ekkert eðlilega vel, brauðrist. Ég ss hef verið að reyna að rista mér brauð í samlokugrilli síðastliðið árið en núna erum við búin að borða ristað brauð daglega síðan ég átti afmæli. Um kvöldið fékk ég heimilið hjá Írenu og Sofie lánað til þess að bjóða þeim og Daníel í mat, köku og kokteila (sem Dmg gerði ofc). Það var ótrúlega næs og við vorum að spila Cabanga og allt í einu var klukkan orðin 4 um nóttina sem segir hve gaman var að maður tók ekki einu sinni eftir því hvað tímanum leið.

Himinninn var svo líka fáranlega flottur mjög mörg kvöld í nóvember, svona svipað eins og hann er í október á Íslandi.

Svo lenti ég í svakalegu dönsku símtali. Það var gæi frá skattinum sem hringdi og var bara ég sé að þú hefur skrifað í vitlausan reit tengt íbúðinni sem þú átt á Íslandi. Ég hringdi svo í hann daginn eftir og við áttum 45 mín samtal þar sem hann fór í gegnum allt ferlið með mér en það besta er að ég átti svo eiginlega ekki að breyta því sem hann var að segja upphaflega heldur einhverju öðru. En þeir eru svakalega kassalaga hérna svo það er eins gott að gera allt rétt eða a.m.k. rétt að reyna að gera það rétt. Kosturinn er samt líka að þau eru öll af vilja gerð að hjálpa manni með þetta.

Svo var Julefrokost hjá staffinu á Skor sem var virkilega gaman. Það var jólapeysuþema en fólk var svona misduglegt að taka þátt. Ég fór í Føtex til að finna peysu en í stað þess að kaupa jólapeysu ákvað ég að kaupa kósý heimaföt þannig ég basically mætti í náttfatapeysu. Við hittumst á Skor þar sem við fengum smørrebrød og drykki. Síðan fórum við í keilu þar sem ég lenti í 2. sæti á minni braut takk fyrir pent. Og að lokum enduðum við á Skor aftur í karaoke.

Víð Írena tókum svo 13km skokk þar sem við enduðum úti í sveit og við sáum pony!!! Það var allt svo pretty en hápunkturinn var klárlega að sjá ponyyy.

Ég er svo bara búin að vera panta jólagjafir á netinu, reyna nýta öll tilboðin sem eru búin að vera, er samt ekkert búin en ég er búin að vera mjög mjög dugleg að halda kostnaðinum í lágmarki. Ég (og Daníel) er mjög stolt af mér fyrir að takast það hahah.

Síðasta dag nóvembermánaðar fórum við heim til Írenu og Sofie í smákökubakstur. Við bökuðum lakkrístoppa, smartís smákökur og fáránlega margar piparkökur. Þær bjuggu svo til pizzur fyrir okkur öll og svo sátum við að spjalla yfir vínflösku sem varð óvart að 4. Svo spiluðum við að sjálfsögðu Cabanga en við erum að skrá niður stöðuna eftir hvert spil og halda utan um allt. Virkilega vel heppnað og skemmtilegt kvöld til að kveðja nóvember.

Af Daníel er að frétta það að það er ógeðslega mikið að gera hjá honum þessa dagana. Mikið um stór verkefnaskil sem hann vinnur í langt fram á kvöld! En það sem er jákvætt að líklega eru þetta síðustu jólin þar sem annað hvort okkar er í skóla!! En annað hvort okkar hefur alltaf verið í skóla síðan við byrjuðum saman. Hann á allavega svo skilið gott jólafrí því að svo taka prófin við í janúar og svo er hann að fara skrifa Masters Verkefnið sitt!! Hann hlýtur svo sjálfur að setja inn færslu um síðustu mánuði hjá honum, svona þegar hann fær smá tíma til þess að anda.

Annars er ég bara búin að vera að mæta á blakæfingar, taka vaktir á skor, mæta í dönskuskólann og stundum að fara út að hlaupa.

Nóvember var næs!

Takk og bless


















image-november-mitt-ammo-o-fl
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90