Mars- Íslandx2& Sigga Ruth

Daman - 22. April 2024

Mars einkenndist af Íslandsferðum og svo einni heimsókn.

Við fórum í fyrri Íslandsferðina 8-11 mars en ástæða ferðarinnar var vorhátíð Icelandair. Við vorum samt að lenda seint 8.mars og fórum til baka eldsnemma 11.mars svo ferðin var í raun 9. Og 10. Mars en það var samt sjúklega gaman. Það sem var minna gaman var að við vorum að fljúga frá Köben sem þýðir 3 tíma lest báðar leiðir.

9.mars var vorhátíðin um kvöldið en um daginn fór ég með mömmu og söru í bakarí (var búin að cravea íslenskan bakarísmat) og svo með mömmu að fá sér gat í eyrun. Á meðan var Daníel að heimsækja sína fjölskyldu. Við hittumst svo í barnaafmæli hjá minni fjölskyldu áður en við fórum svo að græja okkur fyrir vorhátíðina.

Hún var haldin í Laugardalshöllinni en við fórum í fyrirpartý á Grandhótel. Það var samt svona frekar vandræðalegt því við komum frekar seint í það og það voru öll sætin upptekin þannig við stóðum eins og illa gerðir hlutir þar til það kom einhver að spjalla við okkur. En það var mjög gaman á vorhátíðinni! Ótrúlega flottur matur, Selma og Salka Sól veislustýrur og skemmtileg atriði m.a. Emmsjé Gauti.

10.mars átti María vinkona mín afmæli og það var svo næs að hitta hana og stelpurnar í bröns en þar áður náði ég stuttum bíltúr með Hönnu Rakel og Siggu Ruth. Annars fórum við líka til ömmu og afa Daníels og svo í mat til pabba hans um kvöldið.


Talandi um Siggu Ruth að þá kom hún til okkar í sólarhrings heimsókn! En við fórum niður í bæ og út að borða en annars var ekki mikill tími fyrir margt annað en sjúklega gaman að hún hafi náð að koma!

Seinni Íslandsferðin var ákveðin með fáranlega stuttum fyrirvara! Okkur datt í hug hvort við ættum að skreppa til Íslands á miðvikudeginum 28.mars, fimmtudaginn 29. Mars ákváðum við að fara og föstudaginn (langa) 29.mars fórum við til Íslands! Við fórum á standby miðum frá Billund en við tókum Green mobility bíl sem er svona eins og hopp bíll á flugvöllinn.

Við vorum eitthvað annað heppin í fluginu en við fengum sitt hvora röðina þar sem við sátum við neyðarútgang og við færðum okkur ekkert þannig við sátum bara bæði með 3 sæti á mann! Við lentum seint á Íslandi og fórum og gistum í íbúðinni hjá pabba og Guðrúnu sem voru í útlöndum en það vissi semsagt enginn nema þau að við værum að koma til Íslands!

Þar sem það vissi enginn að við vorum að koma ákváðum við að koma okkar nánustu á óvart. Ég byrjaði daginn að koma Söru á óvart en hún skildi ekkert af hverju ég var að koma í heimsókn þar sem þau voru að koma til okkar í heimsókn eftir minna en 2 vikur. Við fórum síðan og ætluðum að koma pabba Daníels og bróður hans á óvart uppi í bústað en þeir voru víst farnir heim þannig við snerum við í Hveragerði. Við kíktum þá heim til þeirra en þeir voru ekki þar en við náðum þeim að lokum í hesthúsinu. Við fórum svo til Hafdísar en hún var nýbúin að vera skreyta köku sem útskýrir af hverju hendurnar á henni eru eins og hún hafi myrt einhvern. Síðan fórum við heim til mömmu og Sigga en þau höfðu verið í jeppaferð og því komu þau ekki heim fyrr en seinnipartinn. Held að mamma hafi fengið mini hjartaáfall því við biðum inni hjá þeim. Við komum svo við hjá ömmu og afa Daníels mömmu hans megin og þeim brá heldur betur við að sjá okkur. Að lokum fórum við í matarboð hjá ömmu hans og afa pabba hans megin þar sem öll fjölskyldan var og því náðum við að koma mjög mörgum á óvart í einu! Best var samt að Daníel hafði hringt í ömmu sína stuttu áður og logið að henni að hann væri að kaupa kjöt hérna í Danmörku þannig þau skildu ekkert hvað við vorum að gera þarna.

Á (Páska)sunnudeginum heimsótti ég Maríu og svo fór ég með Söru að koma ömmu, Sigga og Ástu á óvart en þau voru uppi í sumarbústað og það heppnaðist mjög vel. Um kvöldið borðaði ég heima hjá mömmu og Sigga en Daníel hjá pabba sínum. Um kvöldið komu svo pabbi og Guðrún heim og var sjúklega gaman að ná þeim þótt að þau vissu alveg að við værum á landinu.

Á mánudeginum áttum við flug seinnipartinn og því náðum við að mæta í ótrúlega flottan bröns hjá pabba fjölskyldu! Síðan var bara flug til Billund aftur og við tókum aftur green mobility bíl til baka.



Sjúklega næs helgi og hér er myndband af okkur koma fólkinu á óvart: https://youtu.be/dtlTX8XisDM



Mars var já mjög góður mánuður!

Takk og bless

image-mars-islandx2-and-sigga-ruth
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79