Mars 2025

Daman - 31. March 2025

Ég er actually að skrifa þennan pistil á síðasta degi mánaðarins ótrúlegt en satt, en það er reyndar einungis af því ég á að vera að læra fyrir dönsku prófin sem eru í næstu viku og ég nenni því núll.

Mars er búinn að vera viðburðaríkur og skemmtilegur mánuður. Þannig vara við Löngum pistli.

Fyrstu helgina í mars, eða tæknilega séð aðra helgina, hittumst við heima hjá Írenu og Sofie (og Georgi bróðir Írenu en hann býr hjá þeim á meðan hann er í skiptinámi hérna eina önn). Þetta var sjúklega gaman eins og alltaf og við ætluðum að vera svo skynsöm og hittast kl 4-5 svo að við yrðum ekki of lengi þar sem að Írena var að fara vinna kl 13 daginn eftir. Vissulega vorum við að labba heim rúmlega 4 um nóttina þannig það gekk ekki svo vel… En gaman var það. Og gott, en Georg sá um fordrykk og möns og hann hennti í sjúklega góðan strawberry daiquiri! Írena og Sofie sáu svo um aðalrétt en þær gerðu eitthvað annað góðan lax með sturlaðri sósu og buðu upp á hvítt með því. Við Dmg sáum svo um eftirrétt og eftirréttar kokteil og var það snickers kaka og white margarita sem er drykkur af Force Majeure sem Daníel var svo heppinn að fá uppskriftina frá. Svo var að sjálfsögðu spilað og næs.

Við tókum daginn eftir í alvöru þynnku/chill dag og horfðum á 5 bíómyndir hahah.

Helgina eftir það, eða fimmtudag til þriðjudags, fórum við til Kolding að passa Bangsa sæta. Hann er svo góður og stilltur og minnsta mál í heimi að vera með honum. Svo var líka fáránlega næs að hafa aðgang að stóru eldhúsi og bökunarofni þannig ég gerði að sjálfsögðu pizzu 2x og bakaði. Annars fóru dagarnir mikið í að fara í göngutúra og út að hlaupa. Svo var geðveikt næs að geta keyrt í búðina og kaupa í matinn. Við fórum í Bilka en því miður verð ég að segja að mér finnst Kolding Bilka ekki skora rosalega hátt. Það munu fylgja mjög margar myndir af Bangsa sæta, en ég held það hljóti allir að fyrirgefa það þar sem hann er svo mikill músli.

Við komum heim frá Kolding á þriðjudeginum og þá fór bara þvottur og þannig prepp í gang af því við vorum á leið til Íslands á föstudeginum. Við reyndar fórum niður í bæ á fimmtudeginum í kúrekadótsleit fyrir Dmg þar sem að það var kúrekaþema á vorhátíð Icelandair og við vildum finna eitthvað fun. Við vorum mjög heppin með veður niðri í bæ og settumst út (samt hjá hitalömpum í þetta sinn) og fengum okkur drykk og nachos sem smá hressingu.

Svooo var það bara Ísland og allt planið sem því fylgdi. Ég var nefnilega búin að plana nánast hverja mínútu í ferðinni til að ná að gera allt sem mig/okkur langaði til að ná að gera.

Þar sem ég hafði svona mikið fyrir þessu plani, að þá ætla ég að útlista því nákvæmlega hvernig helgin fór fram. Gjörið svo vel þið sem nennið að lesa og afsakið til þeirra sem er drullusama.

Föstudagurinn 21.mars: Við hófum daginn á að taka taxa upp á lestarstöð klukkan 6:30. Þar fékk Daníel sér eitthvað annað stóran kaffibolla en hann var að búast við aðeins minni. Við áttum svo lestina 7:15 en ferðin gekk mjög vel fyrir sig og við lentum uppi á Cph flugvelli 10:31. Allt þar gekk svo bara mjög vel og Daníel fékk þennan svakalega edgy kaffibolla sem á stóð “shit’s getting real” af einhverri ástæðu. Þess má geta að Dmg fékk sér líka kaffibolla heima áður en við lögðum af stað, en þetta væri ekki frásögu færandi nema af því hann hætti nánast að drekka kaffi fyrir rúmum 2 árum. Hann breytist svo bara alltaf í kaffidrykkju mann þegar við förum til Íslands. Við áttum svo flug 12:55 sem var mjög fínt flug og við lendum á Íslandi eitthvað rúmlega 15. Þá vorum við búin að vera 9 tíma á ferðalagi. Kjartan náði í okkur upp á völl, síðan rúlluðum við upp í Blöndubakka þar sem við fengum bílinn lánaðan og fórum út á Álftanes. Þar fórum við í heimsókn til mömmu og Sigga, síðan hoppuðum við yfir til Ástu og Sigga og heilsuðum upp á þau plús pabba og Guðrúnu. Daníel fór svo aftur upp í Brh til þess að baka pönnsur fyrir afmæli daginn eftir en ég fór aftur heim til mömmu. Ég var nokkrum vikum áður búin að óska eftir pizzu sem ég að sjálfsögðu fékk og hún var geggjuð. Við mamma fórum svo í heita pottinn sem var eitthvað annað næs, sérstaklega af því ég var ekki með tíma til þess að fara í sund í þessari ferð. Ég fékk svo bílinn hennar ömmu Ingu, sem var í útlöndum, lánaðan yfir helgina og ég endaði kvöldið á að fara niður í bæ að sækja Söru á djammið og skutlaði henni heim. Að lokum fór ég upp í Brh að sækja Daníel og við fórum á hótelið en við vorum að gista 2 nætur á Hótel Ísland. Herbergið var virkilega flott og það var svo gott að fara að sofa en þarna var klukkan orðin rúmlega 1 sem var þá í raun 2 á dönskum tíma og við búin að vera á ferð á flugi síðan eldsnemma um morguninn þannig það var mjög auðvelt að sofna.

Laugardagurinn 22.mars: Ég var búin að “panta” tíma í klippingu hjá Guðrúnu um morguninn og óska eftir morgunmat/brunch. Sara kom að sækja mig upp á hótel og við fórum heim til pabba og Guðrúnar þar sem við fengum bakarísmat!!, eitthvað sem er nauðsynlegt í Íslandsheimsóknum, og svo klippti Guðrún okkur báðar. Svo var ég að fara í gegnum dótið hennar Guðrúnar til að finna kúrekaoutfit sem ég vil meina að hafi tekist bara frekar vel. Daníel kom svo að sækja mig þangað og við fórum næst í afmæli til Daníels Loga litla stóra besta. Ég fékk nánast tár í augun við að sjá hann orðinn svona stóran og hann er nánast byrjaður að labba. Því næst var það bara aftur upp á hótel til að græja okkur fyrir kvöldið. Daníel nýtti tímann á meðan ég var að mála mig til þess að fara í spa-ið á hótelinu. Daníel tók svo outfitið sitt alla leið með því að vera í svona hesta yfir leðurbuxum sem ég veit ekkert hvað heita en voru geggjaðar. Ég bara spái ennþá hvernig hann fékk ekki hitaslag þar sem að mér var eitthvað annað heitt og hann var svona 3x betur klæddur.
En fyrirpartýið var í Þróttaraheimilinu og þar hittum við vin hans úr HR sem er líka samstarfsfélagi hans, og kærustuna hans en við vorum í raun með þeim allt kvöldið. Kvöldið var virkilega skemmtilegt en svona upp úr 11 fann ég hvað þreytan eftir ferðalag gærdagsins var farin að hafa mikil áhrif á mig. Það stoppaði mann samt ekkert frá því að taka Jager skot, því miður… Þannig um svona hálf 1 þrátt fyrir að ég var hætt að drekka fyrir 1 og hálfum tíma að þá var ég bara omg hvað mér líður illa haha ég var SVO þreytt og jager skotin höfðu verið óþarflega sterk.

En okei smá sidenote um af hverju við keyptum jager. Mig langaði bara í opalskot sem er ca helmingi minna sterkt en jager EN þau kostuðu bæði fimmtánhundruð fokking krónur. Nei sko ég er ennþá í sjokki hvernig eitthvað getur kostað svona mikið. En já þannig væntanlega vildi maður fá eitthvað fyrir peningana og því var keypt jager, sem hefði betur verið opal… Verst var þegar ég vissi ekki hvað skotin kostuðu fyrirfram og ég var búin að segja við vini dmg að ég ætlaði að kaupa skot fyrir þau líka. Ég gat þá ekkert hætt við þegar ég kom að barnum hahah en ég var flabbergasted því ég borgaði 6000kr fyrir 4 skot!! Fyrir 5400 kr á Skor getur fólk fengið 10 skot af dýra áfenginu eða 10 skot af ódýrara áfenginu fyrir 4000 kr þannig já ég er enn í sjokki yfir þessu.

En já ss það var ógeðslega gaman, atriðin voru skemmtileg, maturinn svona bara fínn en það var galli að þetta var að mestu standandi en ég fór bara úr skónum og stóð á sokkabuxunum þegar ég gat… En þegar klukkan var að nálgast 1 þá var ég í alvöru að sofnaaaa af því við fundum sæti og settumst aðeins niður. Sem betur fer kláraðist þetta allt klukkan 1 og við röltum af stað upp á hótel. Það var pínu skrautleg ganga á hótelið en ég hef sjaldan verið jafn fegin að leggjast upp í rúm.

EDaginn eftir að við komum heim hringdi ég á læknastöðina og fékk samdægurstíma hjá hjúkrunarfræðing. Ástæðan fyrir því er að mér er búið að vera illt í úlnliðnum við ákveðnar hreyfingar í 2 mánuði eða síðan ég datt á hendina á blakæfingu. Hún gaf mér tilvísun í röntgen og ég fór í myndatöku núna á föstudaginn fyrir helgi. Í dag er mánudagur þegar ég skrifa þetta og hún átti að fá niðurstöðurnar í dag en ég ætla bíða þar til á morgun með að senda hvort að það sé eitthvað komið.

Annars er Dmg að vana duglegur að vera vinna og læra en hann er nánast alltaf fyrri part dagsins heima að vinna og seinni part uppi í skóla að vinna í ritgerðinni. Það eru svo bara rétt rúmir 2 mánuðir í skil á ritgerðinni og rétt tæpir 3 mánuðir í útskrift sem þýðir að við erum að byrja að skoða í kringum okkur leiguíbúðir þar sem að íbúðin sem við erum í núna er náttúrulega stúdentaíbúð.

Ég eins og áður kom fram ætti ég að vera læra en á mánudaginn eftir viku (7.apríl) eru skriflega og lesnaprófið í modul 4 og á miðvikudaginn 9.apríl er munnlega prófið. Gengur hægt hjá mér að koma mér í það að undirbúa mig en það fer alveg að vera nógu stutt í prófin þannig að það sé nógu mikil pressa til að ég fari nú að læra.

Annars erum við að stefna á að koma vonandi til Íslands eitthvað í kringum páskana, dagsetningar samt ekki staðfestar eða í raun neitt, þetta er bara eitthvað sem við stefnum á.

Takk og bless























image-mars-2025
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104image-105image-106image-107image-108image-109image-110image-111image-112image-113image-114image-115image-116image-117image-118image-119image-120image-121image-122image-123image-124image-125image-126image-127image-128image-129image-130image-131image-132image-133image-134image-135image-136image-137image-138image-139image-140image-141