Maí-pabbi, Guðrún, tengdapabbi & Ísland
Daman - 19. June 2024
Fyrri hluti maí fór mikið í það að njóta í góða veðrinu, sérstaklega á pallinum/svölunum hjá Elísabetu þar sem hún var bráðum að fara flytja. Svo nýtti Elísabet tækifærið og við fórum og skoðuðum staði í Árósum sem hún átti eftir að sjá eins og háskólagarðinn.
2. maí komu pabbi og Guðrún í dagsheimsókn til okkar þar sem þau voru að gista annarsstaðar á Jótlandi með fjölskyldu Guðrúnar. Ég hitti þau á kaffihúsi en fórum svo fljótlega upp á Salling rooftop í sturluðu veðri og við vorum þar gott sem allan daginn eða frá hádegi og fram að kvöldmat. Bara að njóta, drekka og spila uno haha. Um kvöldið fórum við á Pincho Nation (sem við fórum með Siggu Ruth þegar hún kom) og staðurinn var eins og síðast skemmtilegur en ekkert heimsins besti matur.
Strax 3.maí kom tengdapabbi þannig við vorum ekki lengi heimsóknarlaus. Þar sem við höfðum ákveðið að ætla fara til Þýskalands og eitthvað að skoða Danmörku stungu feðgarnir upp á að gista á hóteli. Tengdapabbi valdi Esbjerg og við vorum meira en til að fara þangað en við tókum lestina þangað og svo kom hann keyrandi frá Billund.
Daginn eftir keyrðum við til Þýskalands (Flensborg) í skoðunarferð, chill og nammi/áfengisinnkaup. Við keyptum kassa af dönskum bjór og það steikta er að hann var ódýrari í Þýskalandi þrátt fyrir að vera framleiddur í Danmörku. Eftir sjúklega næs dag í Germany keyrðum við aftur upp á hótel og borðuðum virkilega góðan mat á veitngastaðnum sem var alveg efst uppi á hótelinu. Ég ætlaði að taka mynd af öllum réttunum sem við fengum en ég mundi eftir að taka af svona tveimur og hálfum... En maturinn var virkilega góður, það er fyrir öllu.
Við gistum ss 2 nætur á hótelinu og eftir að við checkuðum okkur út fórum við frá Esbjerg og fórum að skoða nokkra danska bæi sem við gætum mögulega hugsað okkur að búa í. Það var þó helst Vejle og Viborg. Veðrið hefði mátt vera skemmtilegra en mér finnst mikill kostur að líka við stað þrátt fyrir að það sé rigning.
Síðasta daginn nýttum við í skoðunarferð um Árósar, borðuðum saman og höfðum það næs.
Eftir heimsóknirnar var komið að því að eyða sem mestum tíma með Elísabetu þar sem hún var að fara flytja til Köben. Við tókum síðasta kvöld niðri í bæ og enduðum á að taka 2 loka kvöld á Skor.
Annars fóru alveg nokkrir dagar í að hjálpa Elísabetu við að taka niður hluti og þrífa íbúðina. Það borgaði sig því úttektar aðilinn sagði að hún hefði svo sannarlega sparað sér pening með því að þrífa íbúðina svona vel.
Svo kom að því að ég fór með henni til Köben til að hjálpa henni að flytja. Hún leigði bílaleigubíl og við komum dótinu hennar auðveldlega fyrir því hún hafði ná að selja/gefa svo margt. Ferðalagið gekk ótrúlega vel fyrir sig og allt dótið komst vel fyrir inni í herberginu sem hún er að leigja.
Á laugardeginum fórum við í skipulagt Íslendingapartý í einum garðinum. Það var alveg nett vandræðalegt til að byrja með en svo hittum við fólk sem við þekktum og þegar var byrjað að spila kubb varð þetta strax skárra. Þetta endaði á að vera bara virkilega skemmtilegt. Ég tók svo lestina bara heim á sunnudeginum þar sem hún skilaði bílnum í Köben.
Þegar kom að Íslandsferðinni fórum við Daníel í sitthvoru lagi. Ég fór á fimmtudeginum þar sem ég hafði keypt flugið í janúar til þess að komast pottþétt fyrir útskriftina hjá Söru. Ég tók flugvallarrútuna eldsnemma því hún kemur á svo pirrandi tímum og því var ég komin rúmum 3 tímum fyrir flug en ég gat ekki innritað töskuna fyrr en 2 tímum fyrir flug. Þannig ég beið bara og borgaði ógeðslega mikið fyrir kaffi og pizzasnúð. En eftir það gekk ferðalagið vel. Daníel kom svo á föstudagskvöldið með standby en hann lenti ekki í neinu veseni á vellinum því hann var bara með handfarangur.
Laugardagurinn 25. Maí var svo útskriftardagurinn hjá Söru Lind (gaman að segja frá því að við Daníel útskrifuðumst úr kvennó þennan sama dag 2017). Oh Sara var svo fííín og ég horfði á útskriftina í iPadinum því hún mátti bara bjóða 3 og ég átti svo erfitt með mig að fara ekki að gráta. Hún fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði!!! Sem er viðeigandi þar sem hún stefnir á að fara í efnaverkfræði í haust. Ég/við erum svo stolt af henni! Dagurinn var svo vel heppnaður og veislan glæsileg og svo skemmtileg.
Ohh svo var annar hápunktur ferðarinnar að fá að hitta Daníel Loga, litla nafnann hans Daníels. En það eru Stebbi (besti vinur Daníels) og Dísa sem eiga þann krúttmola. Þeir sem þekkja mig vita að það er sjaldgæft að ég segi þetta en ómægad hvað ég fékk mikinn babyfever.
Daníel fór svo aftur til Danmerkur tæpri viku á undan mér.
Ég kíkti svo í Álftanesskóla og það var svo gaman að hitta alla! Fyndnast var að sjá krakkana sem ég kenndi í 7.bekk vera að klára 8.bekk og allar stelpurnar orðnar svona smá skvísur og strákarnir margir hverjir komnir með óþekkjanlega rödd.
Ég fór svo í mat til tengdamömmu og það sem mér finnst fyndið að þegar ég var yngri að þá skildi ég ekki af hverju fólk myndi fara til tengdafjölskyldunnar sinnar án maka síns en núna finnst mér það svo eðlilegt haha.
Ég fékk svo að hitta Daníel Loga litla aftur það sem Elísabet var komin til landsins og vildi auðvitað fá að hitta hann.
Ástæðan fyrir að ég var lengur á Íslandi og að Elísabet kom var að við vorum að fara á 10 ára grunnskóla reunion! Það heppaðist mjög vel og var virkilega gaman en ég eyddi meiri hluta kvöldsins í beerpong en ég tapaði öllum leikjunum nema 1...
Allt í allt sjúklega skemmtilegur mánuður með nóg að gera!
Takk og bless.