Júlí - Spánn & Ísland

Daman - 11. September 2024

Júlí byrjaði á því að við fórum til Spánar eldsnemma þann annan. Við lótum letbahninn frá okkur rúmlega 6 um morguninn svo að ræs var ansi snemma. Svo tókum við lestina til Álaborgar og af því að lestin fór ekki alla leið þurftum við að taka strætó á flugvöllinn. Síðan flugum við til Alicante og við vorum búin að panta bílaþjónustu sem keyrði okkur að húsinu sem amma hans og afi eiga sem við fengum að vera í.

Veðrið var fullkomið hitastig þessa vikuna. Það var alla daga svona 27-30 gráður og sól þannig maður gat bæði legið í sólbaði en maður gat líka gengið. Sem var eins gott því við gengum alltaf í búðina og þegar við vorum þarna síðast var aðeins of heitt til að geta gengið.

Annars fóru dagarnir okkar mest megnis í að chilla, borða, liggja í sólinni, labba í búðina og njóta. Það sem stendur líklega uppúr er að við fórum í minigolf og það var ógeðslega flott braut. Í raun 2 brautir þar sem ein var hefðbundin 18 holu braut og svo hin svona crazy golf en það voru meira svona þrautir. Einnig var svona mini arcade eða litlir leikir til að spila og við eyddum einhvern veginn öllum deginum þarna.

Reyndar annað sem að stóð líka upp úr var þegar við tókum leigubíl til Torrevieja og fórum á Jetski en það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Þessi Jetski ferð var reyndar extra eftirminnileg því ég svoleiðis flaug af Jetskiinu þegar ég tók of harkalega beygju. Það var reyndar fáranlega gaman og fínt að kæla sig í sjónum aðeins en ég hef aldrei verið jafn fegin að vera í stuttbuxum eins og þarna því ég er viss um að ef ég hefði verið bara í sundbuxum hefðu þær horfið.

9.júlí áttum við svo flug eldsnemma frá Alicante þannig sama bílaþjónusta sótti okkur klukkan 4 um nóttina og svo var alveg sama ferðalag heim.

Við vorum samt ekki lengi heima heldur bara rétt nógu lengi til að taka upp úr töskunni og pakka í aðra en við fórum til Íslands 10.júlí. En við lentum á Íslandi nálægt miðnætti á miðvikudagskvöldi.

Strax á fimmtudagsmorguninn vorum við svo að leggja af stað aftur en við vorum að fara vestur í veiðiferð með föðurfjölskyldu Daníels. Þegar við komum vestur var veðrið eeeekki næs. Það var bara rok og rigning og við að fara gista í fellihýsi fyrir utan. Það reyndist svo alveg vera kósý fyrstu nóttina en nótt 2 var töluvert verri þar sem ég vaknaði ég veit ekki hve oft við það að ég hélt að fellihýsið væri að fara af stað og hurðin að fara rifna af. En það gerðist þó ekki og við sváfum allar 3 næturnar í fellihýsinu.

Þrátt fyrir ekki skemmtilegt veður fór fólk að veiða á fimmtudeginum og veiddi Bosko (kærasti Hafdísar, systur Daníels) 1 fisk þá og svo veiddi hann líka 1 á föstudeginum en það voru einu fiskarnir sem veiddir voru. Svo rigndi svo viðbjóðslega mikið að það var ekki hægt að veiða því áin var orðin að eiginlega bara brúnu vatni.

En þá var bara næs að vera inni í kósý en ég kvartaði ekkert yfir því þar sem ég ætlaði hvort sem er aldrei að fara veiða. En allt í allt var þetta stórskemmtileg ferð og yndisleg samvera þrátt fyrir ömurlegt veður.

Það var mjög gaman að ná mat heima hjá mömmu á mánudeginum eftir veiðiferðina þar sem að stjúpbróðir minn sem býr á Akureyri var í bænum og sjaldan sem við náum öll að hittast.

Næsta ferð sem við fórum í var að Daníel fór á Botn með pabba sínum og Kjartani (bústaðinn sem pabbi hans á) og ég fór í 1 nótt með Maríu og Krullu (kvennóvinkonum okkar) í bústað sem fjölskylda Maríu á.Það var allavega fáranlega gaman hjá mér og ég hefði verið til í að ná að vera 2 nætur. Ég get samt ekki kvartað þar sem að stelpurnar skutluðu mér bá Botn á bakaleiðinni og við Daníel áttum kósy 2 nætur þar.

Þegar við komum í bæinn áttum við svo day of fun með tengdamömmu, Hafdísi, Bosko og Kjartani þar sem við fórum m.a. í minigolf og að sjálfsögðu vann ég.

Eftir helgina fórum svo ég, pabbi og Sara í boð á Bessastaði þar sem Guðni og Elíza voru að bjóða öllum þeim sem höfðu unnið með börnunum þeirra á meðan þau bjuggu á Bessastöðum.

Svo fórum við að sjálfsögðu að hitta litla Daníel Loga sem er samt bara svo alls ekki lítill miðað við aldur. Við erum líka bara smá stressuð að hitta hann þegar við komum heim um jólin því hann verður örugglega orðinn svo stóóór.

Ég náði 1 nótt uppi í sumarbústað með ömmu og Söru en það var svo kósý þrátt fyrir að við vorum minna en sólarhring. Mikið spilað mikið gaman.

Tengdamamma og Hafdís buðu mér á Góss tónleika með sér úti í sveit á meðan Daníel var á Botni með pabba sínum, Kjartani og frændum. Þær skutluðu mér síðan upp í bústað hjá pabba og Guðrúnu sem var mjög næs, mikið chill og ólympíuleikarnir í fullum gangi.

Við vorum í heildina í 3 vikur á Íslandi! Sem var mjög gaman eeen ég hef aldrei verið eins spennt að komast heim eins og eftir þessa ferð.


Takk og bless

-María

image-juli-spann-and-island
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104image-105image-106image-107image-108image-109image-110image-111image-112image-113image-114image-115image-116image-117image-118image-119image-120image-121image-122image-123image-124image-125image-126image-127image-128image-129image-130image-131image-132image-133image-134image-135image-136image-137image-138image-139image-140image-141image-142image-143image-144image-145