Ísland og janúar

Daman - 7. February 2024

Jæjaaa ég er búin að fresta því mjög lengi að skrifa því mér finnst eins og það sé ekkert búið að vera að frétta undanfarnar vikur haha. En ég ætla reyna að skrifa nokkur orð um Íslandsferðina og svo janúar og ef ég þekki mig rétt verða þessi nokkur orð að frekar mörgum... En as always þá bara skoðar fólk myndir sem nennir ekki að lesa.

Daníel kláraði fyrstu önnina sína í desember eða allt nema lokaprófin sem hann tók í janúar. Hann skrifar samt sér færslu um önnina þannig ég segi ekki meira um það hér nema bara það hvað ég er ógeðslega stolt af honum.

Við áttum flug til Íslands 16.desember og var upprunalega planið að taka lestina á flugvöllinn í Köben. Hins vegar svona 3 dögum fyrir brottför að þá var lestarstöðinni lokað vegna sprengjuhótana. Í ljós kom svo að það hefðu líklega verið unglingsstrákar að verki og engin raunveruleg hætta en samt óþægilegt því að það höfðu verið menn handteknir í Danmörku og Hollandi vegna fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar. Okkur fannst þetta bara frekar óþægilegt og okkur fannst líka bara að það yrði tíbískt að lestarstöðin myndi loka aftur þegar við áttum flug. Það gerðist nú samt ekki en við vissum það ekkert á þeim tíma. Við vildum því bara tryggja að við næðum 100% á völlinn til að ná fluginu okkar þannig við leigðum bílaleigubíl. Elísabet og Andrea voru líka að fara í sama flug svo við tókum þetta roadtrip saman. Andrea var að flytja heim til Íslands svo hún var með 2 ferðatöskur þannig í heildina vorum við með 5 ferðatöskur, 2 flugfreyjutöskur og 4 handfarangurstöskur. Það var því ansi þröngt aftur í hjá okkur Andreu en það er bara ótrúlegt að þetta hafi allt komist fyrir! Ég verð líka eiginlega að nefna að ég var mjög stressuð fyrir lestaferðinni því við vorum með svo mikið dót haha og því var ég MJÖG fegin að við fórum í bílnum. Við Daníel höfðum svona eiginlega óvart keypt okkur miða á Saga Class og var það sjúklega næs! Það næs að Daníel bauð í það líka fyrir heimferðina sem við fengum haha.

Á Íslandi sóttu Pabbi og Guðrún okkur á völlinn og það var svo gaman að hitta þau og svo alla aðra daginn eftir! Á mánudeginum fór ég í Álftanesskóla að hitta fyrrum samstarfsfólk og gamla nemendur og það var svooo gaman. Ég sakna þess mjöög að vinna þar. Ég kíkti líka á æfingu hjá stelpunum sem ég var að þjálfa og það var sama sagan þar, svo gaman að koma og ég fann hvað ég sakna þess að þjálfa.

Við fórum í mat til tengdamömmu en áður en við fluttum út var alltaf matur einu sinni í viku (og er enn hjá þeim) sem var alltaf sjúklega næs og því skemmtilegt að ná einum mömmumat eins og við köllum þetta. Það var líka alltaf matur 1x í viku með pabba fjölskyldu og ég finn að ég sakna þess að mæta í þessa báða „mata“ bæði til að hitta alla reglulega en líka til að sleppa við að elda... 😅

Annað sem var í ferðinni var að ég fór út að borða með Hönnu Rakel og Siggu Ruth sem er ótrúlegt að því leiti að við fundum tíma án þess að það væri neitt vesen en það er heldur betur sjaldgæft! Svo hitti ég kvennóstelpurnar í heimapizzu. Svo var laufabrauðsgerð og matur hjá Ömmu Ingu sem er alltaf jafn yndislegt. Á Þorláksmessu fór ég á tónleika hjá Eyþóri Inga með Pabba, Guðrúnu, ömmu, Söru og Emil kærastanum hennar og svo kom Elísabet með okkur líka. Daníel var á meðan með Kjartani á Botni, sumarbústaðnum sem pabbi hans á, að heimsækja pabba hans og Möggu sem voru þar yfir jólin.

Aðfangadagur var svo yndislegur eins og vanalega en fyrripart kvölds vorum við hjá mömmu og seinni part hjá pabba. Daníel var í sérsniðnu jakkafötunum sem ég talaði einhverntímann um og þau komu svo fáranlega vel út. Hjá pabba tókum við aftur myndatöku líkt og við gerðum árið á undan, þið fattið held ég augljóslega hvaða myndir það eru, en bara ekki spyrja hvað var í gangi – það veit enginn. Jóladagur hjá mér er svo alltaf heima hjá ömmu Ingu.

Á annan í jólum var lúxuskaffi heima hjá mömmu sem kann ekki að gera neitt í hófi en það er bara næs því þá eru alltaf svo miklir afgangar. Við Sara ákváðum svo að nýta snjóinn og fórum að renna okkur, búa til snjókall og snjóhús. Á meðan var grey Daníel lasinn inni í herbergi, sem betur fer náði hann jólunum sjálfum en þetta var samt mjög pirrandi tími til að vera lasinn því hann hafði ætlað að ná að hitta vini sína og þannig sem hann náði þá ekki.

28.des varð svo Sara 18 ára! Og Kjartan tvítugur! Ég byrjaði því daginn með mömmu og Söru í bröns heima en Daníel byrjaði í bröns hjá tengdamömmu og fjölskyldu en ég fór seinna meir þangað. Daginn áður fórum við í keilu með föðurfjölskyldu Daníels til að fagna tvítugsafmæli Kjartans.

29.des var svo heimferð en við Daníel áttum 5 ára sambandsafmæli sem við fögnuðum á ferðalagi heim til Danmerkur. Þá var fínt að vera í Saga og geta farið í loungið á undan.

Tilhugsunin um að eyða áramótunum bara tvö var frekar skrítin en það var samt sjúklega næs. Við (Daníel) reyndum að elda kjöt í airfryernum og það heppnaðist ekki alveg nógu vel... Mér fannst það fínt en Daníel neitaði eiginlega bara alveg að borða það haha. Ég var hins vegar í skýjunum með sætkartöflumúsina mína og var í raun alveg sama þótt kjötið hefði klúðrast því ég er mun meira fyrir meðlætið hvort sem er. Annars áttum við næs kvöldstund, spiluðum póker, horfðum á skaupið og höfðum það bara kósý.

Nýja árið fór svo rólega af stað hjá mér en Daníel byrjaði á fullu að læra fyrir lokaprófin en það er ástæðan af hverju við fórum til baka til Dk fyrir áramót. Elísabet og Kara systir hennar komu í mat til okkar eitt kvöldið en Kara kom með Elísabetu til Dk svo hún færi ekki ein því Andrea er náttúrulega flutt til Íslands. Annað kvöld fórum við svo í pílu á Skor með þeim en kerfið bilaði svo við fengum tvöfaldan tíma sem var mjög næs.

Annars einkenndist þessi janúar af lærdómi og lokaprófum hjá Daníel en annars réði handboltinn ríkjum hjá okkur. Þessi janúar var einhvern veginn sá lengsti sem ég man eftir en EM létti manni heldur betur lífið. Við vorum svo mikið í því að annað hvort borða hjá Elísabetu eða bjóða henni í mat hingað. Ég og Elísabet fórum svo í sunnudagskaffi til Írenu en hún hafði bakað bananabrauð og banananutella köku.

Ég myndi ekki segja að ég sé byrjuð að vinna beint en 1x í viku hitti ég fyrrum nemanda á FaceTime og er með hana í einkakennslu. Mér finnst það svo fáranlega gaman þannig ef þið vitið um einhvern sem vantar einkakennara þá bara heyrið í mér!

Pabbi og Guðrún eru svo að koma til Árósa um miðjan febrúar og ég get ekki beðiiið! Annars á ég pantaða Íslandsferð í lok maí þar sem Sara er að útskrifast!!

Daníel hendir svo í annan pistil um önnina sína. Takk og bless 🫶

image-island-og-januar
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98