Íbúðar details
Daman - 14. August 2023
Við sem sagt búum við Katrinebjergvej 56 á þriðju hæð (eða annarri eins og Danirnir segja). Í okkar blokk eru 12 íbúðir og á þessu heimilisfangi eru 3 blokkir sem ég myndi giska að væru svipað stórar og okkar. Úti er næs svæði sem hægt er að sitja saman og borða ef maður vill og meira að segja er grill sem hægt er að nota ef einhverjar íbúðir vilja grilla saman. Við erum samt varla búin að hitta nágranna okkar og í þau fáu skipti sem við höfum séð einhvern er varla heilsað þannig ég er ekki að sjá fyrir mér að fara í picnic með þeim á næstunni.
Þvottaaðstaðan er sameiginleg en hún er fáranlega sniðug. Við skráum okkur inn á netinu og getum valið um tíma (2 tímar í senn) og höfum þá aðgang að 2 þvottavélum og 1 þurrkara. Það sem er samt svo sniðugt við þetta er að við eigum svona „chip“ sem að við verðum að leggja upp að skynjara á vélunum til að þær virki. Þær virka bara ef að maður á pantaðan tíma og maður getur ekki startað nýju prógrami ef að tíminn sem það tekur fer fram yfir tíman sem þú átt pantaðan. Svo er sameiginlegt þurrkherbergi með sameiginlegum grindum svo að maður þarf ekki að eyða plássi og fá rakann inn í íbúð við að þurrka þvottinn sem er mjög næs.
Íbúðin er mjög lítil en hún er mjög vel staðsett þar sem Daníel verður 5 mín að ganga í skólann, 8 mín ganga í búð og 30 mín ganga niður í miðbæ!
Þegar maður kemur inn í íbúð kemur maður strax inn í eldhús þar sem það er engin forstofa. Gleymdi alveg að taka mynd af eldhúsinu á meðan það var fínt en það er mjööög lítið þannig það er sjaldnast fínt í því haha. Það er líka enginn bakaraofn þannig við splæstum í tvöfaldan airfryer. Einnig erum við búin að kaupa kaffivél en annars erum við bara með nauðsynjar en ég er eitthvað búin að segjast ætla að lifa minimalískt... sjáum hvernig það gengur til lengdar.
Á móti eldhúsinu er salernið en við erum búin að hengja svona hurðarsnaga þar sem við erum með yfirhafnirnar okkar. Það er allt frekar venjulegt inni á baði en við erum að nota skógrind sem við keyptum af fyrri leigjanda til að geyma handklæði, snyrtidót og þessháttar en það kemur í ljós hvort við höfum það áfram þannig eða hvað. Annars er ekkert mikið að segja frá baðherberginu annað en að það er gluggi inni á því sem er mjög næs en það er ekki í Lyngmóunum.
Eftir þetta fyrsta rými kemur alrýmið en þar erum við með sófa, sjónvarp og borðstofuborð (allt úr ikea). Borðstofuborðið okkar er það sem okkur finnst sniðugast af því við getum gert það tvöfalt stærra en við getum líka fellt borðplötuna niður og þá er það bara eins og svona 30 cm kommóða eða eitthvað álíka og það er geymslupláss í því. Stólarnir eru keyptir á nytjamarkaði og eru fínir en það er smá galli að þegar maður sest í þá að þá færast fæturnir á þeim aðeins og því fylgir alveg hávaði þannig við þyrftum helst að fá okkur mottu undir. Við völdum þennan sófa af því að hann er með tungu en er samt ekki of breiður þar sem rýmið er ekki mjög stórt. Einnig er hægt að skipta um áklæði á honum en okkur langaði svo í dökk grænt áklæði sem er nýtt en það var ekki hægt að fá það því miiiður en kannski seinna. Á sjónvarpsskenknum áttu að vera svartar hurðir en okkur fannst það vera eitthvað svo drungalegt þannig að við slepptum að setja þær á. Við splæstum í sjónvarpið í Bilka en við erum ekki komin með net eða sjónvarpsstöðvar þannig við erum enn að vinna með að hotspotta tölvuna og tengja hana við sjónvarpið til að horfa.
Síðasta rýmið er svo svefnherbergið en það er nákvæmlega jafn stórt og stofan. Við erum með skáp sem við keyptum af fyrri leigjanda, lampa af nytjamarkaði en við keyptum nýtt rúm í Ikea. Ég er í raun að nota næstum allan skápinn og Daníel er með flest fötin sín í skúffunum undir rúminu (ætla taka fram að þetta var hans hugmynd en ég er mjög þakklát).
Við erum í raun bara búin að kaupa allar nauðsynjar og svo er það verkefni á næstunni að skreyta/gera þetta aðeins persónulegra. Okei eitt sem ég gleymdi – það eru engin loftljósí stofunni og svefnherberginu og það er víst bara thing í Danmörku að vera ekki með loftjós. Svo kemur líklega önnur færsla í framtíðinni þegar þetta verður meira tilbúið