Fyrsta heimsóknin & fyrsta gistingin
Daman - 5. September 2023
Jæja þá er fyrstu heimsókninni frá Íslandi lokið. Tengdamamma kom og var í Árósum frá fimmtudegi fram á mánudag. Hún var í Airbnb í götunni við hliðina á okkur þannig að það tók svona ca 3 mín að ganga á milli. Á föstudeginum var Daníel að vinna þannig við tengdó skelltum okkur í Ikea að kaupa allskyns sem vantaði inn til okkar en það var svo næs því hún var með bílaleigubíl. Þegar við vorum búnar að borga í Ikea vorum við helvíti sáttar með okkur, löbbuðum smá í burtu, ég fór að taka mynd af henni með kerru fulla af drasli en svo var kallað á okkur og þá höfðum við gleymt klappstólunum sem við keyptum... Ég fékk að nýta bílaleigubílinn til hins fyllsta og við fórum í rúmfó líka.
Þegar við vorum búnar að henda öllu dótinu upp í íbúð löbbuðum við í Storcenter Nord sem er moll sem er bara í 8 mín göngufjarlægð frá íbúðinni okkar. Þar verslum við í matinn og svona. Við fengum okkur kaffi og kakó á stað þar sem ég sá að verið var að auglýsa eftir starfsmanni. Ég hugsaði mér að sækja um þar sem ég gæti vel hugsað mér að vinna við að smyrja samlokur en ég er ekki kominn á þann stað að þora að afgreiða á dönsku þannig ég geymi þetta aðeins. Við keyptum inn brauð og nauðsynjar fyrir hana til að eiga, fórum í Airbnb íbúðina og settumst út í garð sem var sjúklega næs þar til ég fór að sjá geitunga og þá vildi ég fara inn. Geitungar semi stjórna lífi mínu hérna úti ég er svo hrædd við þá. Um kvöldið gerðum við þrjú vel við okkur, fórum út að borða á ítölskum stað og svo fórum við með tengdó á uppáhalds barinn okkar – Gedulgt. Þar völdum við fyrir hana 2 drykki og væntanlega völdum við einn sem var með kandýfloss og annan með rósablöðum í baðkari. Daníel lét loksins drauminn rætast og keypti baðkarsglas og svo ananasglas líka frá þessum stað.
Smá innskotssaga: Við Daníel lágum uppi í rúmi um daginn að fara að sofa og við vorum í svona alveg semi djúpum samræðum og ég segi við hann eitthvað mjög krúttlegt og á sama tíma er hann í símanum og hendir í þessa ódauðlegu setningu: „gaur ég fokking flippa ef meme-in mín eru farin“. Stundin snerist þá frá því að ég væri að segja eitthvað krúttlegt yfir í eitthvað mesta hláturskast sem ég hef tekið frá því ég var lítil í gistipartýi með svefngalsa. Þessi setning var það slæm að daginn eftir fór Daníel inn á síðu og pantaði einhvern fatnað sem ég mátti ekki vita hver væri með þessari setningu áletraðri. Svo um það leiti sem tengdamamma kom hingað að þá kom sendingin og ég sá að þetta voru bleikar peysur en þið getið séð myndina af þeim hér að neðan. Þannig núna vitiði söguna af hverju við erum í þessum peysum og þeir sem skoða bara myndina verða bara mjög confused og það er bara gaman af því.
Við þurftum svo að sjálfsögðu að fara með tengdó á ARoS listasafnið en þar var einmitt sýning með verkum eftir Erró. Henni er því miður lokið núna þannig ef fólk er að koma til okkar í heimsókn þá getum við ekki séð hana. Annars áttum við bara sjúklega næs helgi með tengdamömmu þar sem bæði var verslað og skoðað en líka bara chillað og haft það næs!
Daníel byrjaði svo í skólanum mánudaginn 28.ágúst en hann er no joke 5 mín að ganga í skólann héðan. Það verður alveg mikið að gera í skólanum hjá honum svo það verður áhugavert að sjá hvernig mun ganga að vera í 50% vinnu með náminu. En ef það er einhver sem getur það þá er það hann.
Við keyptum takkaskó á Daníel svo við gætum leikið okkur í fótbolta saman. Það er fótboltavöllur beint við hliðina á okkur en í það eina skiptið sem við höfum farið að þá gengum við í 20 mín á annan völl því okkar var ekki laus.
Óguð við fórum á húsfélagsfund. Sko okei þegar tengdó var hérna og við vorum að flytja dót úr bílnum hittum við stelpu úti sem fór að spyrja út í hvort við værum að flytja og eitthvað álíka en spyr svo hvort ég komi á húsfélagsfundinn en ég kem alveg af fjöllum og segist bara þurfa að spyrja Daníel og eitthvað. Hún segir svo að við séum nú næstum of sein að ætla panta pizzu með þeim en ef við erum fljót að senda henni póst að þá ættum við nú líklega að ná því. Tek það fram að það átti að segjast vera með í pizzu með TÍU daga fyrirvara takk fyrir pent. Ég segi Daníel frá þessu og hann er bara andskotinn þurftiru að hitta hana. Þá vissi hann af þessum fundi fyrir löngu en hafði bara ekki sagt mér frá honum í þeirri von um að þurfa ekki að fara. Ég sem er með óþolandi mikla samvisku stundum segi að við verðum að fara og af því fundurinn er á dönsku að þá muni ég kannski ekki skilja mjög mikið og því væri gott ef Daníel færi með mér. Hann (ekki hress með það samt) kemur auðvitað með mér og við förum út og hittum 2 stráka sem við göngum með á fundinn sem er haldinn annarsstaðar. Við hugsum bara að þar hljóta allir hinir að hitta okkur. NEI NEI erum við ekki bara ein á þessum fundi með núverandi stjórnarmeðlimum og einhverjum kalli sem stjórnaði fundinum. Ég hélt svo innilega að þetta væri skyldufundur en ekki bara svona formsatriði eins og þetta var greinilega. Svo segi ég á fundinum að það sé allt í góðu að þau tali dönsku ég hlyti nú að skilja eitthvað af því sem þau segðu. NEI NEI ég skil bara ekki NEITT!! Þetta var svo mikið reality check með hvað ég kann ekki næææærrum því jafn mikið í dönsku og ég hélt þannig mig langaði að grafa mig ofan í holu og skrá mig á dönsku námskeið. Án þess að fara meira út í þennan fund (af því ég á enn erfitt með að hugsa um hann) að þá get ég sagt frá því að Daníel fannst bara ansi gaman á honum. Ekki út af fólkinu. Ekki út af umræðuefninu. Ekki út af pizzunni. Heldur út af hve ógeðslega vandræðanleg og óþægileg ég var, ég veit ekki hvað var að mér en ég var eins og skíturinn undir skónum á mér og Daníel hló að mér alla leiðina heim (í btw GRENJANDI rigningu) þannig já takk og bless mæti aldrei aftur á húsfélagsfund hérna úti.
Við Elísabet erum hvorugar að vinna svo við skelltum okkur á Barbie í hádeginu á fimmtudegi, mjög steikt en mjög næs því það voru bara 4 aðrir í salnum. Þessi mynd er eins mikið „bara fín“ og það gerist, fínt að horfa á hana en þarf ekki að horfa á hana aftur. Ógeðslega pirrandi samt að ég gleymdi Rayban sólgleraugum í bíóinu og það er ekki búið að finna þau. Á föstudeginum buðu Elísabet og Andrea okkur í mat áður en við fórum öll saman á Skor pílustaðinn niðri í bæ þar sem Írena vinnur. Á laugardeginum kom Elísabet til okkar í „pössun“ þar sem að Andrea var ekki heima og Elísabet þorði ekki að vera ein heima um nótt. Hún var fyrst til að gista á sófanum og samkvæmt henni þá var hann bara næs.
Annars er bara allt gott að frétta, nóg að gera hjá Daníel og ég er enn mjög góð að dunda mér. 10 dagar í næstu heimsókn og veðrið er enn sjúklega næs, 24 gráður úti núna þegar ég skrifa þetta.