Fleiri heimsóknir og margar myndir
Daman - 2. November 2023
Okeiii long time no write, meira en mánuður síðan síðasta færsla var skrifuð. Líklega því ég hugsa alltaf ég geri nýja færslu þegar þessi X atburður er búinn en svo fresta ég því alltaf fram yfir næsta atburð.
En eins og vanalega man ég mjög takmarkað hvað við höfum verið að gera og því styð ég mig við þær myndir sem ég hef tekið. Vara við að það munu fylgja mjööög margar myndir með þessari færslu og enn og aftur minni ég á að fyrir þá sem nenna ekki að lesa að þá er best að skoða bara myndirnar því þær segja svona flest sem segja þarf.
Á þessum mánuði sem ég hef ekki skrifað hefur veðrið breyst þokkalega. Fyrstu myndirnar sýna mig og Írenu í fótbolta í sjúklega næs veðri og stullum. Núna þegar ég skrifa eru 6 gráður og það voru 3 gráður þegar Daníel fór út í morgun. Hérna er líka alvöru haustveður með fullt af föllnum laufum og maður finnur virkilega fyrir árstíðunum annað en á Íslandi þar sem haust og vor eru meira bara svona hugmyndir.
Við Daníel og Elísabet fórum aftur í pílu á Skor þar sem Írena vinnur og ég var illa góð. Ég varð samt fljótlega hálflasin eftir það og var kvefuð í svona 2 vikur og ekki með lyktarskyn í svona 3. Daníel slapp betur en var líka frekar slappur í nokkra daga. Spurning hvort þetta hafi verið Covid þar sem Elísabet og Andrea voru líka eitthvað off.
Ég er búin að vera að fylgjast mikið með körfuboltanum á Íslandi þar sem að Álftanes er í Subway deildinni og það var helvíti mikill skellur þegar ég fattaði að það eru ekki allir leikir sýndir heldur eru flestir leikir sýndir á Skiptiborðinu þar sem maður fær bara að sjá nokkrar mínútur hér og þar.
Ég saknaði þess svo að kenna að ég fór og kenndi Elísabetu og Andreu grunnstærðfræði. Ég veit ekki hversu gaman þeim finnst það þannig ég veit ekki hvort að við höldum þessum stærðfræði tímum áfram. Þegar ég gekk heim frá þeim lenti ég í mestu rigningu sem ég hef lent í en ég var í regnfötum og með regnhlíf en blotnaði samt vel í gegn. En hvað gerir maður ekki fyrir stærðfræðina.
Daníel var mesta krúttið og kom heim einn daginn með súkkulaðigjafakörfu og Cards against humanity spilið handa mér <3 Rosa mörg rokkstig á hann fyrir það.
Svo eru margar myndir af mér í bænum eða á kaffihúsi með Elísabetu og Andreu en það er svosem ekkert frásögufærandi.
Það sem er hinsvegar frásögufærandi er að mamma kom í heimsókn! Hún var hérna frá 20.okt-23.okt en það var sjúklega næs að fá hana í heimsókn. Veðrið var vægast sagt ömurlegt þegar hún kom á föstudeginum en það var massa rok og grenjandi rigning. Við létum það samt auðvitað ekki stoppa okkur í að fara í Bilka en við sóttum Elísabetu og Andreu og fórum allar saman í Bilka. Maður verður ofc að nýta það þegar heimsóknin er með bílaleigubíl.
Á laugardeginum fórum við mamma í Bruuns galleri sem er moll niðri í bæ. Væntanlega fórum við líka á McDonalds og gengum göngugötuna. Þar sáum við þvílíka göngu/mótmæli/friðar... veit ekki alveg hvað skal kalla þetta en það voru allir með fána Palestínu. Við mamma erum greinilega alveg eins því við fengum báðar gæsahúð og tár í augun því við megum ekki sjá svona samstöðu án þess að vökna um augun. Um kvöldið fórum við Daníel og mamma með Elísabetu og Andreu út að borða því Elísabet átti 25 ára afmæli!!! Við fórum í fordrykki á bar þar sem er hægt að panta í gegnum QR kóða á borðinu- af hverju er það ekki alls staðar?? Fórum svo út að borða á öðrum stað og enduðum í lokadrykk á þriðja staðnum.
Á sunnudeginum fékk ég mömmu til að fara með mér í Ikea- eins og ég segi maður verður að nýta bílaleigubílinn og svo í Bilka. Við vorum í raun mjög duglegar að versla eða aðallega mamma í þessari ferð. Það var sjúklega næs að fá hana og ég grét í svona korter eftir að hún fór haha. Það sem var þó hughreystandi var að Sara (systir mín) og Kjartan (bróðir Daníels) voru að fara koma eftir 2 daga.
Sara og Kjartan flugu til Köben á miðvikudeginum og tóku lestina hingað til Árósa. Við höfðum sagt við þau að taka bara leigubíl hingað upp að íbúðinni. Við hins vegar ákváðum að taka á móti þeim á lestarstöðinni og var mjög krúttlegt hvað þau voru glöð að sjá okkur. Besta var að rétt áður en þau tóku eftir okkur voru þau að hneykslast á að við ætluðum ekki að taka á móti þeim.
Þau gistu hjá okkur í 33 fermetra íbúðinni okkar. Sara svaf á sófanum og Kjartan á vindsæng. Ótrúlegt en satt þá gekk það virkilega vel að vera öll 4 í þessu litla rými en ég verð samt að segja að ég er mjög glöð með að vera komin með stofuna okkar aftur haha.
Ein ástæðanna af hverju það fylgja svona margar myndir með færslunni er að Sara tók gömlu myndavélina mína með (síðan í 7.bekk takk fyrir) og var svo dugleg að taka myndir.
Við Sara vorum duglegar að fara í búðir eins og ég og mamma. Misjafnt var hvort að strákarnir komu með en þeir voru annars mikið að vinna með að vera í Minecraft.
Við unnum svo mest með að borða og drekka heima þar sem að Sara verður ekki 18 ára fyrr en í desember. Reyndar gaman að segja frá því að Sara og Kjartan eiga bæði afmæli 28.desember. Við fórum samt 1 kvöld út að borða á ítölskum stað sem er sami staður og við fórum með tengdamömmu. Daníel elskar pastað þar en ég er alveg komin á þá skoðun að mér finnst pizzan ekki góð þarna. Eins og Sara sagði þá er þetta hrökkbrauð með sósu.
Til að bæta upp fyrir pizzuna fór ég með Söru á pizzastaðinn þar sem maður klippir pizzurnar með skærum og voru þær töluvert betri. Sara átti reyndar stórleik þar þegar við vorum búnar að borða ætlaði hún að leggja Spriteflöskuna sína frá sér en rak hana óvart í glasið sitt sem brotnaði yfir allt borðið.
Þau fóru svo heim á sunnudeginum eftir 5 yndislega daga. Við fylgdum þeim á lestarstöðina og aftur fór ég að gráta við að kveðja. Það er alltaf jafn erfitt að kveðja.
Daníel fór í mælingu fyrir sérsniðin jakkaföt og valdi hann allt sem tengdist þeim og ég er sjúklega spennt að sjá þau en það tekur 6 vikur að fá þau þannig þau ættu að koma fyrir jól!
Annars er bara já allt gott að frétta eins og vanalega. Enn og aftur crazy að gera hjá Daníel í skóla og vinnu. Reyndar var haustfrí frá skólanum hjá honum í viku 42 (16.-22.okt) sem er sjúklega sniðugt concept en þá er frí hjá öllum skólum í DK. Ég er komin með semi hlaupadellu sem er fínt því ég þori enn ekki í ræktina hérna. Engar frekar heimsóknir eru á planinu fyrr en eftir áramót en þá eru Pabbi og Guðrún líkleg til að koma. Við erum enn að bíða eftir próftöflunni hjá Daníel til að sjá hvenær/hvort við komum yfir jólin.
Takk og bless í bili og enn og aftur til hamingju ef þú last þetta allt.