Febrúar, Pabbi & Guðrún
Daman - 22. April 2024
Ókeiii ég er að fara skrifa langt aftur í tímann, núna er 22.apríl og ég er að skrifa um það sem gerðist í febrúar...
Við Daníel og Elísabet fórum til Írenu og Sofie þar sem Daníel eldaði kjúklingaréttinn sinn fræga og gerði amazing kokteila. Kvöldið var sjúklega næs en það var borðað, drukkið, spilað og spjallað.
Pabbi og Guðrún voru svo fyrstu gestir þessa árs til okkar. Þau voru í íbúð sem var á strikinu og því sjúklega næs staðsetning.
Við höfðum það ótrúlega notalegt með þeim og vorum mikið bara að njóta lífsins, borða og drekka. Bæði í íbúðinni hjá þeim og svo hjá okkur eða úti að borða.
Einn daginn leigðu þau bílaleigubíl og við komum við í vínverksmiðju sem heitir Andersen Winery í Knebel sem er í um 40 mín akstursfjarlægð frá Árósum. Þessi verksmiðja er helst með mismunandi tegundir af freyðivíni en öll hráefnin koma frá Norðurlöndunum og þau eru einnig með gin og tonic í svona freyðivínsstíl.
Næst keyrðum við inn í Ebeltoft sem er fáranlega sætur bær en ég get vel trúað að hann sé töluvert líflegri og enn fallegri á sumrin.
Pabbi var búinn að skoða nytjamarkaði á svæðinu og við náðum að koma við í einum rétt fyrir lokin og svo að sjálfsögðu var bílaleigubíllinn nýttur í að fara í Bilka.
Svo er náttúrulega ekki heimsókn nema maður fari á Skor í pílu (í þessu tilfelli 2x) og eitthvað út að borða.
Annars vorum við já bara að hafa það svo næs, vorum mjög heppin með veður miðað við hvað það var búið að vera mikil þoka áður og eftir að þau fóru.
Seinasta vikan í febrúar er svo engan veginn frásögufærandi allavega ef ég miða við að ég á engar myndir frá henni.
Annars var bara vinna og skóli hjá Daníel og ég með vikulegu einkakennsluna.
Takk og bless febrúar <3