Apríl- Sara & Kjartan

Daman - 6. May 2024

Ég er búin að vera fylgjast með körfuboltanum í allan vetur þar sem Álftanes komst upp í Subway deildina. Hins vegar er búið að vera extra gaman að fylgjast með honum í apríl þar sem Álftanes var búið að vera spila við Keflavík í úrslitakeppninni þar sem lið þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram í 4.liða úrslit. Keflavík endaði á að vinna 3-1.

Veðrið byrjaði sjúklegaaaa næs, kólnaði svo aftur en hlýnaði svo aftur alveg í lok mánaðar og við skulum bara vona að vorið sé endanlega alveg komið núna. En þegar veðrið er svona næs reynum við að skella okkur í fótbolta.

Hápunktur apríl var svo þegar Sara og Kjartan komu til okkar í langa helgi frá fim-sun. Fyrstu nóttina gistu þau bæði hjá okkur en seinni 2 var Kjartan eins og konungur í ríki sínu í stofunni hjá okkur þar sem Sara var á Hóteli með Emil kærastanum sínum sem er í lýðháskóla hér í Danmörku.

Svoo gaman að hafa þau hjá okkur en það voru bara algjör rólegheit þessa helgi! Vorum mikið bara að chilla í bænum en reyndar tókum við Daníel og Kjartan frekar hressilegt laugardagskvöld sem var mjög skemmtilegt.

Um laugardaginn sjálfan fórum við í Tívolíið sem er hér í Árósum en við höfum aldrei farið í það. Við vorum ótrúlega heppin með veður en það voru 16°og sól inn á milli. Ég, Sara og Emil fórum í tækin en Elísabet, Daníel og Kjartan voru eins og foreldrar okkar horfðu á. Elísabet var eins og alvöru tívolí mamma og passaði alltaf dótið okkar.

Á laugardagskvöldið fóru Sara og Emil út að borða en ég og bræðurnir borðuðum heima. Svo áttum við pantaða pílu á Skor og við hefðum viljað vera lengur en það er bara orðið svo uppbókað alltaf allt þarna. Við fórum því inn á LA tequila bar (sumir muna kannski eftir fötunni og öndinni frá því í fyrra) þar sem að Sara og Emil eru ekki orðin 20 ára og það er oftast aldurstakmark um helgar inn á flesta staði. Þar voru keyptar nokkrar fötur og nokkur skot en því miður voru engar gúmmíendur í þessum fötum sem Daníel gat stolið.

Allt í allt frábær helgi en það er alltaf jafn gaman að fá litlu systkinin okkar í heimsókn.

Annars var apríl næs! Ég og Írena byrjuðum að hlaupa saman og það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er gaman að hlaupa með einhverjum. Svo erum við mikið búin að vera njóta með Elísabetu því hún er að fara flytja til Köben í maí :(

Takk og bless

image-april-sara-and-kjartan
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104image-105image-106image-107image-108image-109image-110image-111image-112image-113image-114image-115