Ágúst - pabbafjölla, María & Daníelsfjölla
Daman - 11. September 2024
Þrátt fyrir að við vorum nýbúin að vera á Íslandi í langri heimsókn vorum við ekki lengi ein en í ágúst fengum við 3 heimsóknir!
Amma Inga, Siggi, Ásta og börnin þeirra (pabba fjölla) voru í Billund í Airbnb húsi í 10 daga. Þau voru svo indæl að nenna að sækja okkur og skutla og leyfa okkur að vera hjá sér en við vorum alveg í 8 daga hjá þeim. Við vorum mikið að horfa á Ólympíuleikana og það var pínu fyndið að upplifa það að þegar þeir kláruðust var smá svona tóm bara jæja þá kveikjum við ekki á sjónvarpinu aftur.
Ég kom með Cabanga sem er spil sem ég hafði spilað með Krullu og Maríu og pantaði mér nánast um leið því mér fannst það svo skemmtilegt. Það var heldur betur spilað í þessari ferð, mæli mikið með.
Húsið var með risa garði og næs svæði til að sitja úti og var það vel nýtt. Verst var bara að þarna voru geitungar eins og annarsstaðar þannig við Daníel nýttum þessa aðstöðu misvel.
Svo var tilviljun að Silja vinkona mín frá HÍ var akkúrat á svæði mjög nálægt okkur. Því var ótrúlega gaman að hún, Atli og Júlíanna litla stelpan þeirra gátu komið í heimsókn til okkar.
Við vorum mest að chilla, spila, borða og njóta veðursins en að sjálfsögðu fórum við líka öll saman í Legoland. Það skiptir ekki máli hvað maður er gamall það er alltaf jafn gaman að fara í Legoland.
Þetta var yndislegur tími og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þeim þarna.
Við komum til baka til Árósa á laugardegi og strax á mándeginum kom næsta heimsókn. Þá kom Elísabet með lestinni frá Köben til að vera hjá okkur í 2 nætur og María frá Íslandi til að vera hjá okkur í 4 nætur. Þriðjudagurinn fór mikið í að sýna Maríu Árósa en á sama tíma var Elísabet að fara á alla sína uppáhaldsstaði þar sem þetta var fyrsta skiptið hennar í Árósum síðan hún flutti héðan.
Að sjálfsögðu fórum við á Salling rooftop og svo vildi Elísabet fara í bakaríið sitt. Um kvöldið fórum við út að borða á sama stað og við fórum á þegar Elísabet átti afmæli í fyrra og svo enduðum við í drykkjum á Plan B að spila Cabanga.
Elísabet fór svo aftur til Köben á miðvikudeginum þar sem hún þurfti að vinna daginn eftir. Við skutluðum henni á lestarstöðina og keyrðum svo til Álaborgar. Síðan kiktum við á Írenu okkar á Skor og enduðum kvöldið á að spila Unlock heima.
Á fimmtudeginum fórum við á Aros safnið og um kvöldið fórum við á Indverskastaðinn góða sem við fengum takeaway með mömmu og Sigga. Að sjálfsögðu fórum við með hana á Gedulgt barinn líka og enduðum svo á gin barnum Two socks.
Á föstudeginum voru svo eiginleg vaktaskipti ef svo má segja eða heimsóknarskipti en María fór heim með vélinni sem tengdamamma, Hafdís og Bosko komu með. En áður en þau skipti áttu sér stað fórum við með Maríu í Botaniska garðinn til að sjá fiðrildin. Síðan var María svo yndisleg að nenna að skutla okkur í húsið sem við vorum að fara vera með Daníels fjöllu í. Þar sem það var í Vejle fjord ákváðum við að stoppa í Vejle til að kaupa mat til að eiga um morguninn og í pizzu (mikilvægt að nota ofn þegar maður hefur hann). Við stoppuðum líka við á fríu safni sem er töluvert skemmtilegra fyrir börn. Við þökkum Maríu kærlega fyrir að nenna að skutla okkur og fyrir samveruna (ofc Elísabetu líka).
Um kvöldið komu svo tengdamamma, Hafdís og Bosko í húsið til okkar. Við lögðum svo af stað fyrir hádegi daginn eftir til Þýskalands í innkaup fyrir dagana ásamt að fylla á bjór og nammibirgðir.
Á sunnudeginum fórum við í leiðangur að finna loppumarkaði. Bæði fundum við pínulitla búð sem var mjög krúttleg og einn risastóran þar sem var allur fjandinn til sölu en þar var líka mikið um gamalt fólk og skemmtileg þvaglykt sem tók á móti manni... en alltaf gaman að skoða!
Á mánudeginum fórum við til Kolding að skoða bæinn og svo í mat til frænda þeirra og frænku (þeirra sem við fórum til í brunch einu sinni). Mamma átti líka afmæli þarna og pínu fyndið að núna 2 ár í röð var tengdamamma akkúrat úti hjá okkur þegar mamma á afmæli.
Á þriðjudeginum tókum við skoðunarferð um Vejle þar sem við ætluðum að gera það á mánudeginum en gátum ekki sökum rigningar. Okkur Daníel þykir Vejle mjög krúttlegur staður og getum vel hugsað okkur að búa þar seinna meir.
Ég vil eiginlega meina að mitt mesta afrek í ferðinni var að fá Hafdísi til að spila. Henni finnst s.s. aaalls ekki gaman að spila en ég náði að plata hana til að læra Cabanga og viti menn henni fannst það fáranlega skemmtilegt og við spiluðum það öll ansi oft.
Miðvikudagurinn var heimferðardagur fyrir Hafdísi og Bosko þannig við náðum að troða öllu í bílaleigubílinn og keyra öll saman til Árósa. Þar sáu þau íbúðina okkar og við sýndum þeim svona helstu staðina í bænum. Að lokum fengum við okkur síðdegiskaffi í háskólagarðinum áður en við skutluðum þeim svo á Billund flugvöll.
Tengdamamma gisti svo á hóteli sem gæti ekki verið nær okkur en við horfum út um gluggan á það (Heitir Daniel & Jacobs ef fólk vill gista nálægt okkur). Á fimmtudeginum fórum við á listbátahöfnina við Marselisborg og svo út að borða á indverska staðnum um kvöldið og við enduðum kvöldið á Plan B eins og svo oft áður. Eftir það var í raun kveðjustund þar sem hún átti flug svo snemma um morguninn. Við þökkum henni, Hafdísi og Bosko kærlega fyrir samveruna.
Eftir allar heimsóknirnar fór smá tími í að ná að endurstilla allt, þvo allan þvott og ganga frá öllu. Svo þurfti Daníel líka að vinna svolítið upp þar sem skólinn hafði í raun byrjað vikuna sem þau voru hérna úti. Mér finnst reyndar alveg fáranlegt að síðasta prófið hans var 27.júní og svo byrjaði skólinn 26.ágúst, ekki einu sinni heilir 2 mánuðir í frí!!
Eins og er eru engar heimsóknir til okkar planaðar ótrúlegt en satt haha...
P.s. Ef einhver veit um vinnu fyrir mig hérna úti let me know eða vitið um einhvern sem vantar einkakennara heyrið í mér!
Takk og bless
-María